Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 11:44
Elvar Geir Magnússon
Alfreð rólegur yfir samningamálum - „Ekkert stress hjá mér"
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Getty Images
Alfreð hefur verið hjá Augsburg síðan 2016.
Alfreð hefur verið hjá Augsburg síðan 2016.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við þýska félagið Augsburg. Þessi þrítugi leikmaður skoraði 10 mörk í 18 leikjum í þýsku deildinni á liðnu tímabili en Augsburg endaði í 15. sæti.

Alfreð er í löngu viðtali í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem hann ræddi aðeins um sín samningamál.

„Þeir vilja framlengja samningnum við mig og buðu mér samning í janúar sem ég setti til hliðar eða neitaði. Ég er ótrúlegt en satt rólegur yfir þessu, á meðan ég er meiddur. Ég vil bara ná mér góðum og mun setjast niður með þeim þegar ég kem aftur út. Hjá mér er ekkert stress og ég býst við að spila með Augsburg á næsta tímabili," segir Alfreð.

„Kannski fæ ég að vita það þegar ég kem aftur að þeir vilji selja mig eða segja að ég sé of mikið meiddur. Síðustu skilaboð sem ég fékk var að þeir vilja framlengja samninginn."

Hjörvar Hafliðason talar um að það verði dýrt fyrir Augsburg að ætla að kaupa inn nýjan markaskorara.

„Augsburg er félag sem er með ákveðin takmörk. Þeir hafa aldrei keypt leikmann fyrir meira en tíu milljónir evra. Markaðurinn er þannig að leikmenn eru að verða dýrari. Þetta er eitthvað sem þeir verða að ákveða. Svo lengi sem ég er þarna mun ég leggja allt í þetta," segir Alfreð.

Alfreð hefur verið að glíma við kálfameiðsli á tímabilinu og fór hann í aðgerði. Hann missir af komandi landsleikjum í undankeppni EM, gegn Albaníu og Tyrklandi núna í júní.

„Stefnan er að verða orðinn heill um miðjan ágúst. Ég vona að ég verði þá orðinn verkjalaus," segir Alfreð en hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner