Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Magnús Þór: Fólk í bæjarfélaginu er spennt
Magnús Þór í leik gegn Fram í sumar.
Magnús Þór í leik gegn Fram í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nágrannaslagur í Inkasso-deildinni í kvöld þegar Njarðvík og Keflavík mætast í 4. umferð deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Rafholtsvellinum, heimavelli Njarðvíkur.

Magnús Þór Magnússon leikmaður Keflavíkur er uppalinn í Keflavík. Hann hefur hinsegar leikið með Njarðvík undanfarin fimm ár en sneri aftur á heimaslóðir fyrir tímabilið.

„Ég viðurkenni að þetta var fyrsti leikurinn sem maður leitaði að þegar leikjaniðurröðunin var gefin út í vetur. Það er komin tilhlökkun og liðið tilbúið í leikinn. Það verður gaman að spila á fullum Rafholtsvelli," sagði Magnús Þór í samtali við Fótbolta.net.

Hann segir að umfjöllunin fyrir leikinn sé aðallega það sem gerir leikinn meira öðruvísi en aðra leiki.

„Fólk í bæjarfélaginu er spennt og mikið talað um þennan leik. Annars er alltaf gaman að spila á móti sínu gamla liði og verður gaman að kljást við Brynjar Frey í hornum. Ég býst við að hann verði límdur við mig sem verður notalegt."

Keflavík er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar á meðan Njarðvík er með sex stig. Han segir byrjunina alls ekki koma sér á óvart.

„Við erum ungt lið en vitum af gæðunum sem býr í hópnum. Fullt af hlutum sem betur má fara en við erum að læra með hverjum leiknum. Ég býst við skemmtilegum leik á morgun þar sem bæði lið sækja til sigurs. Bæði lið hafa farið vel af stað þannig að það má búast við fjöri og einhverjum tæklingum," sagði Magnús Þór sem finnur fyrir meiri ríg á milli þessara liða í körfuboltanum.

„Rígurinn er klárlega sterkari í körfunni en í fótboltanum þar sem þessi lið mætast ekki mjög oft. En auðvitað er alltaf rígur á milli þessara félaga," sagði Magnús Þór að lokum.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner