Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 11:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Risaleikur í Kópavogi á morgun - Svona spá álitsgjafarnir
Úr leik liðanna á síðasta tímabili.
Úr leik liðanna á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Olla skuldar mark og mun því skora í þessum leik'
'Olla skuldar mark og mun því skora í þessum leik'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda er búin að vera besti leikmaður Íslandsmótsins ásamt Söndru Maríu Jessen í Þór/KA.
Amanda er búin að vera besti leikmaður Íslandsmótsins ásamt Söndru Maríu Jessen í Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María hefur líka byrjað sumarið frábærlega.
Agla María hefur líka byrjað sumarið frábærlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Guðrún Gudjohnsen jafnar síðan leikinn þegar hún sleppur í gegn með ógnarhraða sínum og klárar færið vel'
'Guðrún Gudjohnsen jafnar síðan leikinn þegar hún sleppur í gegn með ógnarhraða sínum og klárar færið vel'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur lék á als oddi gegn Fram í bikarnum á dögunum.
Valur lék á als oddi gegn Fram í bikarnum á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvernig væri að fylla stúkuna?
Hvernig væri að fylla stúkuna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sankallaður risaleikur í Bestu deild kvenna á morgun þegar Breiðablik tekur á móti Val á Kópavogsvelli. Þetta eru tvö efstu lið deildarinnar en þau eru bæði með fullt hús stiga eftir fimm leikifyrir leikinn á morgun.

Breiðablik er á toppnum á markatölu en Blikar hafa aðeins fengið á sig eitt mark í deildinni í sumar. Valsliðið hefur fengið á sig sex mörk en skorað 17, einu marki meira en Blikar.

Flautað verður til leiks klukkan 18:00 á Kópavogsvelli á morgun.

Við á Fótbolta.net fengum nokkra átlisgjafa til að rýna í leik morgundagsins. Hvernig fer þetta eiginlega? Svona voru svörin:

Aníta Lísa Svansdóttir, þjálfari
Breiðablik 2 - 1 Valur
Bæði lið eru búin að byrja tímabilið hrikalega vel og fer ekki á milli mála að þarna er um að ræða tvö bestu lið landsins. Heimavöllurinn verður að vera sterkur í þessum einvígum og því spái ég því að Breiðablik vinni þennan leik 2-1. Fyrir mót hefði ég spáð Valssigri en Breiðablik hafa verið ótrúlega sannfærandi núna í byrjun sumars og líta virkilega vel út. Olla skuldar mark og mun því skora í þessum leik ásamt sjóðheitri Öglu Maríu. Svo væri klassískt að segja að Amanda skori fyrir Val en ég ætla að henda í að Berglind Björg stimpli sig inn á sínum gamla heimavelli. Þetta verður allavega svakalegur leikur og bæði lið mætt til að sækja sigur.

Elíza Gígja Ómarsdóttir, Afturelding
Breiðablik 1 - 2 Valur
Úff, stórleikur er understatement.

Tvö bestu lið landsins þessa stundina sem hafa bæði farið í gegnum sitt program nokkuð þægilega fram að þessu. Það verður hart barist og ekki tomma gefin eftir enda i boði að vera einar á toppnum. Held að Blikar komist yfir í þessum leik enda hefur verið bras á Valskonum að halda markinu sínu hreinu. Þær taka það forskot jafnvel með sér inn í hálfleikinn en í þeim seinni verða Valskonur betri og setja tvö. Þetta mun ráðast á einhverjum smáatriðum og við fáum vonandi hita og drama, það er alltaf skemmtilegt, en lokatölur 1-2 fyrir Val.

Mist Rúnarsdóttir, Heimavöllurinn
Breiðablik 2 - 2 Valur
Litli leikurinn!

Gæti ekki verið mikið spenntari fyrir stórleiknum á föstudag. Bæði lið hafa farið gríðarlega vel af stað í deildinni og Blikar komið mér á óvart. Komnar lengra en ég reiknaði með eftir undirbúningstímabilið. Þarna erum við með rjómann af bestu leikmönnum deildarinnar, lífleg og skemmtileg þjálfarateymi og ótrúlega mikið í húfi. Hvert tapað stig verður stórmál í þessari titilbaráttu en ég vona að það geri liðin ekki of passíf.

Ég ætla að leyfa mér að dreyma um opnari leik en oft áður þegar þessi lið mætast og þónokkur mörk. Vonast til að Blikar haldi áfram að spila flæðandi og stórskemmtilegan sóknarleik og að hin skapandi Amanda haldi áfram að töfra í Valsliðinu. Sé fyrir mér 2-2 jafntefli í geggjuðum leik. Agla María og Andrea Rut með mörkin fyrir Blix sem komast tvisvar yfir. Kata Cousins og Amanda setja‘nn fyrir Val. Engin væntingastjórnun hér, til hvers? Ég er allavegana búin að kaupa poppið og Pólóið og tel niður.

Orri Rafn Sigurðarson, sérfræðingur
Breiðablik 2 - 4 Valur
Gamli skólinn gegn þeim nýja. Breski skólinn gegn þeim íslenska. Nik gegn Pétri. Tvö taplaus yfirburðarbestu lið deildarinnar að mætast. Þetta verður algjör veisluleikur - nema veðrið verði með vesen sem er alveg líklegt, en ég er bjartsýnn!

Þetta verður barátta innan vallar og það verða læti utan vallar. Fáum líklegast nokkur "REEFFFFFF" köll af hliðarlínunni.

Valur er of stór biti fyrir Breiðablik í dag. Þær munu þó sakna Jasmín Erlu mikið í þessum leik en ættu að sigla þessu heim. Vörnin þeirra hefur verið að fá á sig ódýr mörk og það breytist ekki í þessum leik. Telma verður mætt aftur í markið með grímuna (það verður hardcore look) ásamt því að Munda og Olla fá líklegast fleiri mínútur. Agla María er á eldi og mun skora eitt ásamt því að Vigdís heldur áfram að raða inn og setur eitt fyrir þær grænklæddu.

Þessi deild ætti að heita í höfuðið á Amöndu Andradóttir þar sem hún á þessa deild í dag. Hún verður með sýningu og skorar tvö og leggur upp hin tvö. Það sem kallast venjulegur dagur á skrifstofunni hjá henni. Ef að hitamælirinn Adam Páls mætir í stúkuna ásamt Pretty að mæla hitann, þá eru 100% líkur á að Nadía Atla skori. Svo opnar Berglind Björg markareikninginn sinn fyrir Val gegn sínum gömlu félögum og lætur Blikana vita að þeir munu sjá eftir því að hafa ekki samið við hana.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram
Breiðablik 1 - 2 Valur
Það er orðið smá síðan ég hef verið eins spenntur fyrir toppslag í Bestu deildinni eins og þessum. Bæði lið að byrja mótið sterkt, en tveir ólíkir leikstílar með ólíkar áherslur. Bæði lið vel þjálfuð af tveimur góðum þjálfarateymum sem eru gríðarlega vel mönnuð. Tígullinn hjá Nik gæti reynst Valsstúlkum erfiður og finnst mér eins Blikaliðið verði bara betra leik eftir leik. Aftur á móti er spá mín svolítið lituð af síðasta leik hjá Val. Það er mjög langt síðan ég hef séð jafn sterka frammistöðu eins og Valur spilaði gegn liði mínu í fyrri hálfleik í bikarleiknum í síðustu viku. Amanda Andradóttir ásamt Söndru Maríu Jessen virðast vera tveir langbestu leikmenn deildarinnar, og ég held að það muni skilja að í þessum leik að Amanda sé í Val; 1-2 iðnaðarsigur Valsstúlkna í bráðskemmtilegum leik er mín spá. Guðrún Elísabet og Fanndís setja sitthvort markið hjá val eftir undirbúning Amöndu í bæði skiptin. Vigdís Lilja skorar fyrir Blika. Þetta verður járn í járn allan leikinn og í raun munu engin úrslit koma mér á óvart - nema þá kannski ef annað liðið muni kjöldraga hitt, en það finnst mér mjög svo ólíklegt.

Að lokum þá væri ég til í að sjá áhorfendafjöldann á leiknum komast í fjögurra stafa tölu og hvet ég alla að gera sér leið á Kópavogsvöll að sjá tvö bestu lið landsins etja kappi. Þessi leikur verður vonandi frábær auglýsing fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og finnst mér hún eiga skilið fulla stúku næstkomandi föstudagskvöld á Kópavogsvelli.

Ragna Guðrún Guðmundsdóttir, fótboltakona
Breiðablik 2 - 2 Valur
Tvö bestu lið deildarinnar að mætast og ég býst við hörkuspennandi leik þar sem bæði lið leggja allt í sölurnar. Bæði lið hafa byrjað mótið að krafti og verður þessi leikur enginn undantekning. Breiðablik byrjar betur og Valur heldur áfram að leka inn mörkum í byrjun leiks. Birta Georgs kemur Breiðablik yfir og Vigdís tvöfaldar svo forystuna á fyrstu mínútum leiksins. Valur tekur yfir leikinn eftir þessi mörk og Amanda skorar með glæsilegu langskoti í samskeytin. Guðrún Gudjohnsen jafnar síðan leikinn þegar hún sleppur í gegn með ógnarhraða sínum og klárar færið vel, enda ekki langt að sækja það. Í seinni hálfleik munu bæði lið spila til sigurs en hvorugu liðinu tekst að taka öll 3 stigin í þetta skiptið.
Athugasemdir
banner
banner