
Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir hefur fengið neyðarskipti yfir í FH.
Félagaskiptaglugginn er lokaður en FH getur fengið Söndru yfir þar sem liðið er ekki með neinn leikfæran markvörð. Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður liðsins, er með slitið krossband og spilar ekki meira með í sumar.
Félagaskiptaglugginn er lokaður en FH getur fengið Söndru yfir þar sem liðið er ekki með neinn leikfæran markvörð. Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður liðsins, er með slitið krossband og spilar ekki meira með í sumar.
FH er ekki með neinn varamarkvörð, en Steinunn Erna Birkisdóttir, ungur markvörður félagsins, er að spila með ÍH í 2. deild.
Sandra kemur inn með mikla reynslu en hún spilaði síðast með Val 2023. Það sama sumar lék hún með Grindavík en hún hafði ætlað að leggja hanskana á hilluna fyrir tímabilið 2023.
Sandra lék lengi með Val en hún hefur einnig spilað með Stjörnunni og Þór/KA/KS hér á landi.
Hún spilaði 49 A-landsleiki fyrir Ísland og var aðalmarkvörður landsliðsins á síðasta stórmóti, Evrópumótinu í Englandi 2022.
Sandra getur spilað með FH í kvöld þegar liðið mætir toppliði Breiðabliks.
Athugasemdir