Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. júní 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Skotar spilað á ellefu stórmótum en aldrei komist upp úr riðlinum
Skoska liðið spilaði ágætlega í riðlinum en missti af tækifærinu að komast í 16-liða úrslit
Skoska liðið spilaði ágætlega í riðlinum en missti af tækifærinu að komast í 16-liða úrslit
Mynd: EPA
Skoska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í knattspyrnu en það varð ljóst eftir 3-1 tapið gegn Króatíu í lokaumferð D-riðils í gær.

Skoska liðið barðist af krafti á EM. Liðið tapaði fyrir Tékkum í fyrsta leik þar sem Patrik Schick skoraði stórbrotið mark frá miðju áður en liðið náði í sterkt markalaust jafntefli gegn Englendingum.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króötum í gær þá höfðu gæðin frá Balkanskaganum betur og unnu 3-1.

Þetta er ellefta stórmótið sem Skotar spila á en aldrei hefur þjóðinni tekist að komast upp úr riðlinum.

Þrisvar hefur liðinu tekist að komast á EM og átta sinnum á HM. Liðið lenti í 3. sæti í riðlakeppninni á HM 1974, 1978 og 1982. Í öll skiptin var liðið með jafnmörg stig og liðið í öðru sæti markatalan skildi liðin að í öll skiptin.
Athugasemdir
banner
banner
banner