West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   sun 23. júní 2024 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu mörkin í Kórnum - Atli Hrafn skoraði úr miðjuhringnum
Atli Hrafn.
Atli Hrafn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ari.
Arnþór Ari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK vann nokkuð óvæntan sigur á Stjörnunni í gær og þegar allt virtist stefna í jafntefli eða jafnvel Stjörnusigur þá töfraði Atli Hrafn Andrason fram sitt fyrsta mark í sumar og skoraði með skoti beint úr miðjuhringnum í uppbótartíma og reyndist það mark sigurmark leiksins.

Fyrr í leiknum skoraði Arnþór Ari Atlason frábært mark og reyndi Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, að dæma hvort markið væri glæsilegra í viðtali eftir leik.

HK 4 - 3 Stjarnan
0-1 Emil Atlason ('1 )
1-1 Arnþór Ari Atlason ('27 )
2-1 Viktor Helgi Benediktsson ('45 )
3-1 Hilmar Árni Halldórsson ('48 , sjálfsmark)
3-2 Haukur Örn Brink ('87 )
3-3 Emil Atlason ('89 )
4-3 Atli Hrafn Andrason ('92 )
Lestu um leikinn

„Það fór klárlega um mig þegar þeir jafna í 3-3. En það var geðveikt hjá Atla að klára þetta svona og skora þetta glæsilega mark. Hann og Arnþór þurfa að rífast um hvort markið var glæsilegra, en mikilvægi marksins hjá Atla gæti kannski trompað fegurðina í markinu hjá Arnþóri."

„Við vissum að Árni (Snær Ólafsson í marki Stjörnunnar) væri framarlega, og hann var framarlega. Brynjar Snær (Pálsson) var búinn að reyna og var mjög nálægt rétt á undan. Maður vonaði að þessi bolti myndi enda réttu megin við slána. Það var geggjað að horfa á eftir honum og sjá hann lenda réttu megin við slána í þetta skiptið,"
sagði Ómar.

Viðtölin eftir leikinn má nálgast hér að neðan.


Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Athugasemdir
banner
banner
banner