þri 23. júlí 2019 17:30
Magnús Már Einarsson
Morten Beck í FC Sydvest (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Hægri bakvörðurinn Morten Beck hefur samið við FC Sydvest í dönsku C-deildinni.

Beck spilaði með KR frá 2016 til 2018 en hann sleit krossband síðastliðið sumar og hefur verið frá keppni síðan þá.

Beck spilaði 56 leiki með KR í Pepsi-deildinni á tveimur og hálfu tímabili áður en meiðslin komu upp.

Hinn 24 ára gamli Beck var á á mála hjá Horsens í dönsku úrvalsdeildinni áður en hann kom í KR.

Beck hefur nú ákveðið að halda ferlinum áfram í Danmörku en deildarkeppnin þar í landi er að rúlla af stað þessa dagana.
Athugasemdir
banner
banner
banner