Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. júlí 2019 21:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vincent Janssen til Mexíkó (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Vincent Janssen er genginn í raðir mexíkóska félagsins Monterrey.

Tottenham keypti hann á 17 milljónir punda sumarið 2016 frá AZ Alkmaar en Monterrey er sagt fá hann á rúmar sex milljónir punda.

Janssen skoraði einungis tvö deildarmörk fyrir Tottenham og sex mörk alls. Mikið var látið með framherjann þegar hann kom til liðsins en hann náði aldrei að aðlagast liðinu og var auk þess mikið meiddur.

Janssen var á láni hjá Fenerbahce á þarsíðustu leiktíð en gat lítið spilað vegna meiðsla. Á síðustu leiktíð var hann í hópi Tottenham en kom einungis þrisvar sinnum inn á sem varamaður.


Athugasemdir
banner
banner