Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   fös 23. janúar 2026 11:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrósa Alfons fyrir hugarfarið - „Mjög óheppinn"
Mynd: Birmingham City
Alfons og Willum hafa verið saman hjá Birmingham.
Alfons og Willum hafa verið saman hjá Birmingham.
Mynd: Birmingham City
Alfons Sampsted er sterklega orðaður við hollenska félagið Go Ahead Eagles og virðist tíma hans hjá Birmingham vera að ljúka. Hann hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Birmingham en stuðningsmenn félagsins hafa nokkrir tjáð sig um hann í kjölfar frétta af yfirvofandi félagaskiptum.

Þeir eru ánægðir með hans framlag til félagsins, með hugarfarið og segja að hann geti talið sig óheppinn að hafa ekki fengið að spila meira.

Alfons kom á láni frá Twente tímabilið 2024/25 með kaupmöguleika. Gengið var frá kaupum síðasta vor og hefur hann því verið í um eitt og hálft ár í BIrmingham.

„Sampsted getur talið sjálfan sig mjög óheppinn hvernig þessir 18 mánuðir hans hjá Birmingham spiluðust. Það merkilegasta við tímann er að hann hélt alltaf áfram og sinnti sínu starfi þegar þess þurfti. Ég held að allir vonist til þess að hann eigi góðan feril eftir tímann hér," skrifar Conor Keane, stuðningsmaður Birmingham.

„Auk þess að vera flottur leikmaður sem gerði aldrei neitt rangt, verð ég að segja að mér fannst framkoma hans til fyrirmyndar," skrifar annar.

Fleiri taka undir eins og má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner