Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Býst ekki við breytingum hjá Liverpool fyrir gluggalok
Mynd: EPA
Rúmir tíu dagar eru eftir af janúaglugganum og Arne Slot, stjóri ensku meistaranna í Liverpool, býst ekki við breytingu á leikmannahópnum fyrir gluggalok.

„Það er það sem ég býst við, að hópurinn haldist óbreyttur," sagði Slot.

„En eins og ég segi alltaf, ef það er tækifæri á markaðnum og við teljum að það geti styrkt hópinn. þá mun þetta félag alltaf reyna að gera það."

„En á þessum t?apunkti þá býst ég við því að hópurinn haldist að mestu leyti sá sami,"
sagði Hollendingurinn.

Framundan hjá Liverpool, sem situr í 4. sæti úrvalsdeildarinnar, er útileikur gegn Bournemouth á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner