| fös 23.jan 2026 11:00 Mynd: Eylíf |
|
Heilsu janúar: Eylíf - Reynslusögurnar segja allt sem segja þarf
Eylíf heilsuvörurnar eru fyrir fólk sem vill huga að heilsunni og fyrirbyggja líkamleg óþægindi og vandamál.
Heilsuvörurnar frá Eylíf innihalda hrein íslensk hráefni sem koma frá sjálfbærum auðlindum víða um landið. Eylíf vörurnar innihalda engin aukaefni og eru hreinu íslensku gæðahráefnin í aðalhlutverki, við styrkjum blöndurnar með ýmsum vítamínum til að innihaldið nýtist sem best.
Þær vörur sem Eylíf framleiðir hafa fengið nafn í samræmi við virknina: Active JOINTS fyrir liðamótin;
Smoother SKIN & HAIR fyrir mýkri og áferðarfallegri húð og hár;Stronger BONES fyrir sterkari bein;
Happier GUTS til að styðja við meltingu og loks Stronger LIVER sem eflir starfsemi lifrarinnar.
Af þessum fimm vörum er Active JOINTS vinsælust, að hinum ólöstuðum, en um er að ræða blöndu bólguhamlandi efna sem hafa reynst mörgum vel til að vinna bug á verkjum í stoðkerfinu. Eru þetta efni á borð við kalkþörunga og andoxandi astaxanthín, íslensk birkilauf, C-vítamín og D3-vítamín sem saman verka vel á liði, bandvef, bein, tennur og vöðva.

Reynslusögur fólks sem stundar mikla hreyfingu

Gunnur Róbertsdóttir er sjúkraþjálfari og þjálfari í náttúruhlaupum.
Hún mælir sérstaklega með Active JOINTS og Stronger BONES, sérstaklega fyrir þá sem stunda mikla hreyfingu.
“Bæði Active JOINTS og Stronger BONES koma sterk inn í þjálfun hvort sem það er fyrir fólk í mikilli hreyfingu eða þá sem vilja auka styrk sinn í daglegu umstangi.” segir Gunnur.

Friðrik Benediktsson langhlaupari hefur notað Active JOINTS frá Eylíf, lengi. Friðrik segir að það hafi komið sér á óvart hversu fljótt hann fann mun á sér eftir að hann byrjaði að taka inn Active JOINTS. „Það liðu ekki nema tvær til þrjár vikur og þá tók ég eftir því að ég var ekki lengur með þessa liðverki og orkan hafði aukist til muna. Ég hef látið marga aðra hlaupara vita af virkni þessarar vöru,“ segir hann. „Ég get því mælt 100% með Active JOINTS.“

Hartmann K. Guðmundsson, ofurhjólari mælir með Active JOINTS og hefur notað það frá því að það kom fyrst á markað fyrir 6 árum. "Ég var búinn að taka annað fæðubótarefni í nokkur ár vegna óþæginda í slitnum hnjám. Ég var samt alltaf með einhver óþægindi, sérstaklega í öðru hnénu, þegar ég var undir miklu líkamlegu álagi. Ég skipti yfir í Active JOINTS og fljótlega fann ég mikinn mun. Ég er samt búinn að vera undir miklu líkamlegu álagi og hef keppt meira í hjólreiðum en nokkru sinni áður.
Annað gerðist sem ég átti ekki von á. Ég hef þjáðst af miklum brjóstsviða í mörg ár og verið að tyggja brjóstsviðatöflur og taka kúra reglulega. Ég áttaði mig á því eftir að hafa tekið Active JOINTS í nokkrar vikur að ég hafði ekki fundið fyrir brjóstsviða í nokkurn tíma. Eina skýringin sem ég fann var að Active JOINTS var komið inn í daglega rútínu hjá mér. Þvílíkur léttir sem þetta var fyrir mig.

Margrét Ágústsdóttir er ótrúleg ofurkona þegar kemur að hreyfingu. Hún stundar þríþraut af kappi og lætur það ekki á sig fá að hún varð 68 ára í haust. Til að verja liði tekur hún Active JOINTS frá Eylíf.
Margrét segist vera búin að stunda þríþraut í ellefu ár en því fylgir mikið álag á líkamann. „Á þessum aldri og eftir miklar líkamlegar æfingar í gegnum árin þurfti ég að finna eitthvað sem héldi liðamótunum góðum. Ég var búin að prófa ýmislegt þegar ég rambaði á Active JOINTS frá Eylíf fyrir svona fjórum árum. Síðan hef ég ekki fundið fyrir neinu í liðunum. Active JOINTS virkar svona vel fyrir mig. Þess vegna finnst mér í góðu lagi að mæla með því fyrir aðra.
Ég vil að fólk viti af þessu fæðubótarefni,“ segir Margrét.
„Ég var farin að finna fyrir eymslum í liðunum eftir strangar æfingar, sérstaklega á morgnana þegar ég fór fram úr. Ég finn ekki fyrir því lengur. Að keppa og æfa mikið fylgir meiðslahætta.. Ef það gerist þarf að slaka aðeins á, ég fer til sjúkraþjálfara og passa upp á mig,“ heldur Margrét áfram. „Fyrir tveimur árum náði ég mér í beinmar í hné og þarf stundum að nota spelku frá Össuri ef ég finn mikið fyrir því. Liðirnir eru fínir og það þakka ég Active JOINTS.“
Byrjaði að æfa eftir fimmtugt
„Ég var komin yfir fimmtugt þegar vinnufélagi minn þáverandi kynnti mig fyrir þríþraut og ég kolféll fyrir íþróttinni. Mér fannst þetta ofboðslega skemmtilegt, góður félagsskapur og æfingarnar meiriháttar fyrir líkamann. Ég æfði mikið, 8-10 tíma á viku. Ég féll vel í þennan hóp og fannst einstaklega gaman að keppa. Mér finnst alltaf gott að reyna á mig líkamlega,“ segir Margrét. „Þríþrautin samanstendur af sundi, hlaupi og hjólreiðum. Vegalengdirnar eru mislangar, allt frá sprettþraut sem ég klára á 45 mínútum upp í heilan járnkarl sem er 16 tíma vinna. Ég æfi og keppi með Þríþrautardeild Breiðabliks,“ segir Margrét sem hefur keppt mikið í sumar. „Þríþrautin á hug minn allan og mig langar ekkert að hætta,“ bætir hún við. Ætla að halda áfram svo lengi sem ég get og finnst gaman.

Á heimasíðu Eylífar, www.eylif.is má lesa fjöldann allan af reynslusögum Íslendinga sem hafa fundið mikinn mun með Active JOINTS og öðrum vörum fyrirtækisins. Í hópnum er bæði fólk sem stundar íþróttir af miklu kappi svo að mæðir á líkamanum, og allt yfir í fólk í eldri kantinum sem farið var að finna fyrir vandræðum og óþægindum en fann meina sinna bót með þessum íslensku vörum.
Vörurnar eru framleiddar á Grenivík með GMP gæðastaðli.




