Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 08:15
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Man Utd við Pogba og Real Madrid ganga illa
Powerade
Er Harry Kane að færast nær Manchester City?
Er Harry Kane að færast nær Manchester City?
Mynd: EPA
Cristian Romero er orðaður við Tottenham.
Cristian Romero er orðaður við Tottenham.
Mynd: EPA
Kane, Mbappe, Pogba, Romero, Varane, Kessie, Hazard og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Harry Kane (27) er að yfirgefa Tottenham og ganga í raðir Manchester City fyrir 160 milljónir punda. Það verður metfé í ensku úrvalsdeildinni en enski sóknarmaðurinn mun fá 400 þúsund pund í vikulaun. (Sun)

City er tilbúið að bjóða Tottenham að fá Gabriel Jesus (24), Riyad Mahrez (30), Bernardo Silva (26) eða Raheem Sterling (26) sem hluta af samkomulaginu til að lokka félagið í að selja enska fyrirliðann. (FourFourTwo)

Tottenham hefur áhuga á Cristian Romero (23), varnarmanni Atalanta, og hefur boðið 34 milljónir punda í argentínska leikmanninn. (Mail)

Atalanta hefur áhuga á að fá kólumbíska varnarmanninn Davinson Sanchez (25) sem hluta af samningnum fyrir Romero. (Gianluigi Longari)

Kylian Mbappe (22) mun hafna nýju samningstilboði Paris St-Germain en hann er ákveðinn í að fara til Real Madrid. (Marca)

Paul Pogba mun væntanlega yfirgefa Manchester United í sumar en hann hafnaði samningstilboði upp á 350 þúsund pund á viku. United er ekki tilbúið að láta hann fara á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út á næsta ári. (Mirror)

Manchester United er líka í vandræðum með að ná samkomulagi við Real Madrid um kaup á franska miðverðinum Raphael Varane (28). Spænska félagið vill fá 50 milljónir punda fyrir hann en United er aðeins tilbúið að borga 40 milljónir punda. (Mirror)

AC Milan vill fá marokkóska miðjumanninn Hakim Ziyech (28) á láni frá Chelsea. (Calcio Mercato - in Italian)

Liverpool er eitt af mörgum félögum sem hafa áhuga á Franck Kessie (24), Fílabeinsstrendingnum á miðju AC Milan. (Gazzetta dello Sport)

Newcastle er bjartsýnt á að landa Mario Lemina (27), miðjumanni Southampton og Gabon, en félagið hefur unnið hörðum höndum að því að styrkja miðsvæði sitt. (Northern Echo)

Eden Hazard (30) útilokar endurkomu til Chelsea en spænskir fjölmiðlar segja að Real Madrid hafi boðið enska félaginu að fá belgíska miðjumanninn aftur. (Mirror)

Sheffield United hefur sagt Arsenal að hækka tilboð sitt í markvörðinn Aaron Ramsdale (23) upp í rúmlega 32 milljónir punda. (Times)

Chelsea er í viðræðum við Dujon Sterling (21) um nýjan samning. Þjálfaralið Chelsea er hrifið af því hvernig hægri bakvörðurinn hefur verið að jafna sig af erfiðum meiðslum. (Football.London)

Chelsea hefur áhuga á argentínska markverðinum Sergio Romero (34) sem er á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Manchester United rann út. Chelsea er í leit að þriðja markverði til að vera til taks fyrir Edouard Mendy og Kepa Arrizabalaga. (Telegraph)

Granit Xhaka (28), miðjumaður Arsenal, er nálægt því að ganga frá skiptum yfir til Roma. (Mail)

Aston Villa gæti gert tilboð í argentínska framherjann Julian Alvarez (21) hjá River Plate á næstu dögum. (TNT Sports)

Newcastle hefur áhuga á bandaríska varnarmanninum Cameron Carter-Vickers (23) hjá Tottenham eftir að Brentford vann baráttuna um norska landsliðsmanninn Kristoffer Ajer (23). (90min)

Liverpool er að vinna baráttuna um Bobby Clark (16), miðjumann Newcastle. Táningurinn er sonur Lee Clark, fyrrum miðjumanns Newcastle og Sunderland. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner