Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. október 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar lætur af störfum hjá Hetti/Hugin - Fallbarátta og 2 leikir eftir
Viðar Jónsson.
Viðar Jónsson.
Mynd: Höttur/Huginn
Höttur/Huginn tilkynnti í gærkvöldi að Viðar Jónsson, þjálfari liðsins, láti af störfum samstundis. Í tilkynningu félagsins sem birtist á fésbókarsíðu þess í gærkvöldi segir að bæði félagið og þjálfarinn hafi haft kost á því að nýta uppsagnarákvæði í októbermánuði. Viðar tók við liðinu fyrir síðasta tímabil en áður hafði hann þjálfað Leikni á Fáskrúðsfirði.

Tvær umferðir eru eftir af 3. deildinni og er H/H tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Í athugasemd við færsluna segir að það komi í ljós á næstu dögum hver muni stýra liðinu út tímabilið.

Tilkynning Hattar/Hugins:
Stjórn liðsins og Viðar Jónsson hafa komist að samkomulagi um að hann láti samstundis af störfum sem þjálfari liðsins.

Tímasetningin kann að virka skrýtin í augum einhverra í ljósi þess að KSÍ hefur ákveðið að klára skuli Íslandsmótin og H/H á þá tvo leiki eftir en í samningi Viðars við félagið var uppsagnarákvæði í október hvers árs sem báðir aðilar ákváðu að rétt væri að nýta.

Ljóst er að ástandið í þjóðfélaginu kemur illa við rekstur félagsins og sú óvissa sem er uppi þýðir að félagið þarf því að draga úr þjálfunarkostnaði. Ákvörðunin er ekki léttvæg enda Viðar drengur góður og flottur þjálfari.

Stjórn Hattar/Hugins þakkar Viðari fyrir gott samstarf og óskar honum velfarnaðar í öllu því sem hann kann að taka sér fyrir hendur.


*Fréttatilkynning*

Stjórn liðsins og Viðar Jónsson hafa komist að samkomulagi um að hann láti samstundis af störfum sem...

Posted by Höttur/Huginn on Fimmtudagur, 22. október 2020

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner