Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
   lau 23. október 2021 10:40
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Chelsea og Norwich: Tuchel gerir sjö breytingar
Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fer fram á Stamford Bridge í London er þar mun topplið Chelsea etja kappi við botnliðið Norwich.

Fyrir umferðina er Chelsea með einu stigi meira heldur en Liverpool sem situr í öðru sæti deildarinnar. Liverpool mætir Manchester United á morgun. Norwich er hins vegar í neðsta sæti deildarinnar og á liðið enn eftir að vinna leik í deildinni á þessu tímabili.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerir alls sjö breytingar frá 0-1 sigrinum gegn nýliðum Brentford í síðustu umferð. Hvorki meira né minna.

Romelu Lukaku og Timo Werner eru meiddir og því leiða Kai Havertz, Hudson-Odoi og Mason Mount framlínu Chelsea.

Þá koma Thiago Silva, Antonio Rudiger, Jorginho og Reece James allir inn í liðið.

Daniel Farke, stjóri Norwich, gerir hinsvegar engar breytingu frá jafnteflisleiknum gegn Brighton.

Leikurinn verður flautaður á klukkan 11:30 en Andy Madley dæmir leikinn.

Chelsea: Mendy, Chalobah, Thiago Silva, Rudiger, James, Jorginho, Kovacic, Chilwell, Hudson-Odoi, Mount, Havertz.
(Varamenn: Kepa, Alonso, Azpilicueta, Christensen, Sarr, Barkley, Cheek, Saul, Ziyech)

Norwich: Krul, Kabak, Gibson, Hanley, Aarons, Lees-Melou, Normann, McLean, Giannoulis, Sargent, Pukki.
(Varamenn: Gunn, Omobamidele, Williams, Rupp, Sorensen, Dowell, Rashica, Idah, Tzolis)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir