KR-ingar ætla sér að fjölmenna á leikinn gegn Vestra á Ísafirði á laugardag en um úrslitaleik er að ræða. Sigurlið leiksins heldur sæti sínu í Bestu deildinni og Vestri gæti dugað að gera jafntefli.
Á sama tíma, klukkan 14:00, mætir Afturelding liði ÍA á Akranes og ef Afturelding vinnur verður Vestri að vinna KR til að halda sæti sínu.
Stuðningsmenn KR ætla sér að fjölmenna á leikinn þrátt fyrir alls ekki heillandi veðurspá. Spáð er skítakulda á laugardag.
Á sama tíma, klukkan 14:00, mætir Afturelding liði ÍA á Akranes og ef Afturelding vinnur verður Vestri að vinna KR til að halda sæti sínu.
Stuðningsmenn KR ætla sér að fjölmenna á leikinn þrátt fyrir alls ekki heillandi veðurspá. Spáð er skítakulda á laugardag.
Uppfært 14:18
Það er búið að fylla rútuna. KR-ingum, sem eru ekki á leiðinni á Ísafjörð, er bent á að stuðningsmenn ætla að hittast á Rauða Ljóninu og horfa á leikinn þar á laugardaginn.
KR bauð upp á rútuferð frá Frostaskjóli, í samstarfi við Tröll ferðaþjónustu og kostaði miðinn í ferðina ekki nema tvö þúsund krónur. Innifalið í því er miði á leikinn. Brottför er áætluð klukkan 07:00 á laugardagsmorgun úr Vesturbænum, mætt í leik og svo keyrt heim eftir leik. Áætluð heimkoma er um klukkan 23:00 á laugardagskvöld.
Fótbolti.net ræddi við formann KR klúbbsins, Snorra Sigurðsson, um ferðina.
„Þetta er úrslitaleikur og við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja sigurinn. Skráning í rútu gengur framar vonum, við búumst við því að það verði um 50 manns sem leggja af stað á laugardagsmorgun úr Frostaskjóli og mæta syngjandi og trallandi á Ísafjörð," segir Snorri.
„Þetta er löng bílferð en ég efast ekki um að það verður góður andi, aðra leiðina hið minnsta. Ég veit að það eru einhverjir líka að fara á einkabílum á föstudeginum. KEX á Þingeyri er með tilboð fyrir KR-inga sem ætla að leggja af stað fyrr. Ég myndi gera ráð fyrir 70-80 manns frá KR á Ísafirði á laugardaginn."
„Það er hugmyndin að syngja liðið til sigurs, en ég held að við höfum aldrei sungið í -6°C á Ísafirði. Þannig það verður að koma í ljós hvernig það virkar," segir Snorri.
Á blika.is er gert ráð fyrir að það verði á bilinu -2 og -3 gráður á meðan leik stendur. Fyrir hádegi á leikdag fer hitinn niður í -7°C.
KR-ingar geta skráð sig með tölvupósti á [email protected].
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 26 | 10 | 6 | 10 | 41 - 46 | -5 | 36 |
2. ÍBV | 26 | 9 | 6 | 11 | 31 - 33 | -2 | 33 |
3. ÍA | 26 | 10 | 1 | 15 | 36 - 50 | -14 | 31 |
4. Vestri | 26 | 8 | 5 | 13 | 25 - 39 | -14 | 29 |
5. KR | 26 | 7 | 7 | 12 | 50 - 61 | -11 | 28 |
6. Afturelding | 26 | 6 | 9 | 11 | 36 - 45 | -9 | 27 |
Athugasemdir