Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. janúar 2022 20:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þurfti ekki að ræða við Söru Björk - „Vissi alltaf að ég vildi koma"
Sara Björk Gunnarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Wolfsburg á dögunum í æfingaleik gegn Frankfurt.

Sveindís gekk til liðs við Wolfsburg frá Keflavík í lok ársins 2020. Hún lék á láni hjá Kristianstad undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur á síðustu leiktíð.

Það birtist viðtal við hana á Sportbuzzer.de í dag þar sem hún ræddi félagsskiptin til Wolfsburg. Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrrum leikmaður Wolfsburg en Sveindís segir að þær hafi rætt saman áður en hún skrifaði undir.

„Sara var ein af þeim fyrstu sem vissu að Wolfsburg hefði áhuga á mér. Hún vissi það sennilega á undan mér," sagði Sveindís og hló.

Hún sagði jafnframt að hún þyrfti ekki að tala við Söru til að ákveða hvort hún vildi skrifa undir hjá Wolfsburg.

„Ég vissi alltaf að ég vildi koma hingað, þegar svona frábært lið vill mig þá er ekki hægt að segja nei," sagði Sveindís og bætti við að þýska deildin væri sú besta í heimi.

Leikurinn gegn Frankfurt var eini undirbúningsleikurinn áður en deildin hefst aftur eftir jólafrí þann 29. janúar með leik Potsdam og Wolfsburg. Liðið kemst á toppinn með sigri.
Athugasemdir
banner
banner
banner