Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 24. janúar 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Inga Laufey heim í Aftureldingu (Staðfest)
Var í þrjú ár hjá KR.
Var í þrjú ár hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Afturelding heldur áfram að þétta raðirnar fyrir komandi átök í Lengjudeildinni. Um helgina var tilkynnt um komu Magðalenu Ólafsdóttur til félagsins og í gær var koma Hlínar Heiðarsdóttur tilkynnt.

Í færslu á samfélagsmiðlum í dag er sagt frá komu Ingu Laufeyjar Ágústsdóttur til félagsins. Hún snýr aftur heim í uppeldisfélagið eftir þriggja ára dvöl hjá KR.

Inga Laufey, sem er fædd árið 2001, þreytti frumraun sína með meistaraflokki Aftureldingar sextán ára gömul árið 2017 og varð þá deildarmeistari 2 .deildar með félaginu. Hún var einnig valin í lið ársins hér á Fótbolti.net það tímabilið.

Inga Laufey á 82 deildar- og bikarleiki að baki, þá á hún fjóra leiki með U-17 ára landsliði Íslands.

Undanfarin tvö ár hefur Inga Laufey stundað nám og leikið knattspyrnu við Idaho state University sem leikur í NCAA D1 í bandarísku háskóladeildinni við góðan orðstír.

„Frábært að fá Ingu Laufeyju heim, leikmaður sem býr yfir miklum hraða og krafti sem nýtist okkur mjög vel þar sem við viljum fara hátt með okkar bakverði til að taka virkan þátt í sóknarleiknum. Ég er alltaf ánægður þegar brottfarnir leikmenn snúa aftur heim, gæti ekki verið sáttari með að fá Ingu Laufeyju til baka!” sagði Alexander Aron þjálfari Aftureldingar.


Athugasemdir
banner
banner