Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. febrúar 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juventus hefur velt því fyrir sér að ráða Guardiola
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Andrea Agnelli, forseti Juventus.
Andrea Agnelli, forseti Juventus.
Mynd: Getty Images
Andrea Agnelli, forseti Juventus, viðurkennir að Ítalíumeistararnir hafi velt því fyrir sér að ráða Pep Guardiola, en telur að það sé erfitt að ná honum frá Manchester City.

Hinn 49 ára gamli Guardiola hefur stýrt Manchester City frá 2016 og unnið Englandsmeistaratitilinn tvisvar, ásamt því að vinna FA-bikarinn og deildabikarinn tvisvar.

Man City var nýlega dæmt í fékk tveggja ára bann frá Evrópukeppnum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi. Guardiola hefur tjáð það opinberlega að þrátt fyrir bannið ætli hann sé að halda tryggð við City.

Guardiola hefur verð orðaður við Juventus og félagið hefur skoðað að ráða Guardiola, en það sé erfitt þar sem Spánverjinn er ánægður á Englandi. „Ég get sagt að við höfum hugsað um Guardiola, en þú verður að meta og vega á hverju augnabliki," sagði Agnelli.

„Ef einhver er ánægður þá er erfitt að færa sig um set."

Einokun Juventus á Ítalíumeistaratitlinum hefur verið mikil síðustu ár. Liðið er sem stendur á toppnum á Ítalíu, en spennan í toppbaráttunni hefur ekki verið svona mikil í langan tíma. Agnelli segir að ánægja sé með störf Maurizio Sarri.

„Við erum mjög ánægðir með Sarri. Við erum með þriggja ára plan og styrkur hugmynda hans mun sjást með tímanum," segir forseti Juventus.

Á morgun er komið að Meistaradeildinni hjá Juventus þegar liðið mætir Lyon í 16-liða úrslitunum á útivelli. City er einnig að spila í Meistaradeildinni á morgun og fær það verðuga verkefni að mæta Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner