Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Diogo Jota skoraði þrennu með sjálfum sér í 16-liða úrslitum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeildin í eFótbolta er í fullum gangi þessa dagana þar sem enska úrvalsdeildin er stopp vegna kórónuveirunnar.

Úrvalsdeildarfélög völdu einn leikmann úr hverju liði til að spila fyrir sína hönd í FIFA 20 móti á netinu. Þar mætast fótboltastjörnurnar í útsláttarkeppni til að skera úr um hver er besti FIFA spilari deildarinnar.

Fjórir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum í gær og var skemmtilegast að fylgjast með viðureign Diogo Jota, framherja Úlfanna, og Wilfred Ndidi, miðjumanni Leicester.

Jota vann leikinn 8-2 og skoraði þrennu með sjálfum sér.

Lys Mousset (Sheffield Utd) rúllaði yfir Todd Cantwell (Norwich) og mun mæta Diogo Jota í 8-liða úrslitum.

Frakkinn Neal Maupay (Brighton) lagði þá Danann Philip Billing (Bournemouth) að velli og mætir Dwight McNeil í 8-liða.

McNeil (Burnley) lagði söngvarann Josh Franceschi (Arsenal) að velli.

8-liða úrslit:
Diogo Jota (Wolves) - Lys Mousset (Sheffield Utd)
Neal Maupay (Brighton) - Dwight McNeil (Burnley)
Trent Alexander-Arnold (Liverpool) - Christian Atsu (Newcastle)
Andre Gomes (Everton) - Raheem Sterling (Man City)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner