Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mið 24. apríl 2024 16:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vestri fær leikmann úr dönsku úrvalsdeildinni (Staðfest)
Mynd: OB
Vestri tilkynnti rétt í þessu að félagið hefði fengið Johannes Selvén á láni frá danska félaginu OB.

Selvén er tvítugur Svíi, hægri kantmaður sem gekk í raðir OB frá Gautaborg síðasta sumar. Hann kom við sögu í níu leikjum og skoraði eitt mark fyrir OB fyrri hluta tímabilsins en hefur ekki verið í leikmannahópnum að undanförnu.

Vestri hefur verið í leit að kantmanni. Félagið var orðað við Mubaarak Nuh en niðurstaðan er Selvén.

Næsti leikur Vestra er gegn Haukum í Mjólkurbikarnum á morgun og svo á liðið leik gegn HK í Bestu deildinni um helgina. Vestri er með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina í deildinni.

Komnir
Andri Rúnar Bjarnason frá Val
Eiður Aron Sigurbjörnsson frá ÍBV
Jeppe Gertsen frá Danmörku
Pétur Bjarnason frá Fylki
William Eskelinen frá Örebro
Johannes Selvén á láni frá OB
Toby King frá Tékklandi
Friðrik Þórir Hjaltason frá KFK
Gunnar Jónas Hauksson frá Gróttu

Farnir
Deniz Yaldir til Svíþjóðar
Rafael Broetto
Mikkel Jakobsen
Iker Hernandez Ezquerro til Spánar
Grímur Andri Magnússon
Guðmundur Páll Einarsson til KFG


Athugasemdir
banner
banner
banner