Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 11:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir áhuga Vestra á Nuh - Skýrist fljótlega
Mynd: Malmö
Mynd: Malmö
Vestri hefur áhuga á því að fá Mubaarak Nuh í sínar raðir frá Malmö. Expressen fjallaði um áhuga Vestra á leikmanninum í vikunni og Samúel Samúelsson hjá Vestra staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Vestri væri að skoða leikmanninn sem er ekki í plönum sænsku meistaranna.

Nuh er 21 ára kantmaður sem vakti athygli ungur að árum en hann varð yngsti leikmaður í sögu B-deildarinnar þegar hann lék fyrir Öster. Malmö fékk hann til sín en þar hefur þróun hans ekki verið að óskum og hann þrívegis farið á lán.

Vestri er að bíða eftir svari, leikmaðurinn sjálfur á eftir að taka ákvörðun en von er á svari fljótlega.

„Þetta á að skýrast í dag," sagði Sammi.

„Við höfum verið að kanna líka innanlands en það er bara lítið í boði," sagði Sammi aðspurður hvort Vestramenn væru með fleiri öngla úti.

Vestri hefur tapað báðum leikjum sínum í Bestu deildinni en liðið heimsækir KA á sunnudag. Félagaskiptaglugginn lokar 24. apríl.
Athugasemdir
banner
banner