Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
Ramos að hugsa sér til hreyfings?
Sergio Ramos.
Sergio Ramos.
Mynd: Getty Images
Sá orðrómur er í gangi í Madríd að Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, sé að velta því fyrir sér að breyta til á ferlinum.

Ramos og félagar eru að koma úr miklu vonbrigðatímili þar sem liðið hafnaði í 3. sæti í La Liga og vann ekki titil.

Ramos missti af sjö síðustu leikjum tímabilsins vegna kálfameiðsla en verður væntanlega með í næstu landsleikjum Spánar.

Það hefur gustað í kringum Ramos á tímabilinu en botninum var náð þegar hann tók út leikbann gegn Ajax í Meistaradeildinni. Myndavélum var beint að Ramos þar sem hann sat í heiðursstúkunni og horfði á lið sitt falla úr leik með 4-1 tapi. Verið var að taka um heimildarmynd um hann.

Spænskir fjölmiðlar segja neikvætt andrúmsloft milli hans og félagsins. Zinedine Zidane vill halda Ramos í sínum röðum.

Þá eru kenningar um að þessar sögusagnir hafi verið settar af stað til að tryggja Ramos nýjan og betri samning hjá Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner