Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. maí 2020 15:48
Ívan Guðjón Baldursson
Færeyjar: Adrian skoraði fernu á korteri - Heimir hefur áhuga
Samkvæmt vefsíðu FlashScore hefur hinn 21 árs Adrian skorað 44 mörk í 43 deildarleikjum með HB.
Samkvæmt vefsíðu FlashScore hefur hinn 21 árs Adrian skorað 44 mörk í 43 deildarleikjum með HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AB Argir 0 - 5 HB Torshavn
0-1 Ossur Dalbud ('5)
0-2 Adrian Justinussen ('8)
0-3 Adrian Justinussen ('12)
0-4 Adrian Justinussen ('17)
0-5 Adrian Justinussen ('21)
Rautt spjald: Hedin Hansen, HB ('16)

Adrian Justinussen var hetja HB í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu á tæpum stundarfjórðungi á útivelli gegn AB Argir.

HB vann leikinn með fimm marka mun eftir að Ossur Dalbud gerði fyrsta markið á fimmtu mínútu, eftir stoðsendingu frá Adrian. Adrian bætti tveimur mörkum við áður en Hedin Hansen var rekinn af velli, en tíu leikmenn HB héldu áfram og bætti Adrian öðrum tveimur mörkum við á næsta fimm mínútna kafla. Þrjú fyrstu mörkin komu beint úr aukaspyrnum.

Meira var ekki skorað í leiknum og gerðist allt marktækt á fyrstu 20 mínútum leiksins.

HB deilir toppsæti deildarinnar með nágrönnum sínum í B36, þar sem bæði lið eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. AB er aðeins með eitt stig.

Heimir Guðjónsson, fyrrum þjálfari Adrian hjá HB, hefur miklar mætur á leikmanninum og mun reyna að fá hann yfir til Vals í sumar eða haust.




Athugasemdir
banner
banner
banner