Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. maí 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Mourinho fyrstur til að stýra fjórum liðum í Evrópuúrslit
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: EPA
Jose Mourinho vonast til að halda áfram með fullkominn árangur sinn í Evrópukeppnum þegar Roma mætir Feyenoord í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar annað kvöld.

Portúgalinn hefur unnið alla fjóra úrslitaleikina sem hann hefur farið í; tvo með Porto, einn með Inter og einn með Manchester United.

Úrslitaleikurinn á morgun verður í Tírana í Albaníu og verður fyrsti stjórinn til að stýra fjórum mismunandi liðum í úrslitaleik Evrópukeppni.

Feyenoord hefur ekki komist í úrslitaleik Evrópukeppni síðan liðið vann UEFA bikarinn 2002.

Feyenoord er með markahæsta leikmann Sambandsdeildarinnar á þessu tímabili, Cyriel Dessers sem hefur skorað tíu mörk.

Tammy Abraham hefur átt gott fyrsta tímabil með Roma eftir að hafa komið frá Chelsea og er með níu mörk í keppninni. Alls hefur enski sóknarmaðurinn skorað 27 mörk í öllum keppnum.

Hann skoraði tvö mörk gegn Torino í lokaumferð ítölsku A-deildarinnar en Roma tryggði sér sjötta sætið og sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Roma hefur ekki unnið bikar síðan það vann ítalska bikarinn 2008.
Athugasemdir
banner
banner