Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 24. maí 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Giroud leggur landsliðsskóna á hilluna eftir EM

Franski landsliðsmaðurinn Olivier Giroud hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna þegar EM í Þýskalandi lýkur.


„Auðvitað mun ég sakna þess að spila en ég þarf að framselja sætið mitt til yngri leikmanna," sagði Giroud í samtali við L'Equipe.

Giroud er markahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins. Hann hefur skorað 57 mörk í 131 leik. Hann varð heimsmeistari með liðinu árið 2018. Liðið komst í úrslit á EM 2016 svo það er spurning hvort honum takist að vinna EM í fyrsta sinn í sínum síðasta landsleik.

Breytingar eru einnig á félagsliðaferlinum hans en hann mun ganga til liðs við Los Angeles FC í sumar frá AC Milan. Hann lék einnig með Arsenal og Chelsea á sínum tíma.


Athugasemdir
banner