Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mán 24. júní 2024 19:59
Brynjar Ingi Erluson
Glæsileg varsla Livakovic
Mynd: Getty Images
Dominik Livakovic, markvörður króatíska landsliðsins, átti eina bestu markvörslu mótsins gegn Ítalíu í lokaumferðinni í kvöld.

Staðan er markalaus í hálfleik í leik Króatíu og Ítalíu.

Ítalir hafa verið hættulegri og skapað sér nokkur góð færi þó Króatar hafi vissulega átt hörkuskot í byrjun leiks sem Gianluigi Donnarumma varði.

Alessandro Bastoni, varnarmaður Inter, átti langbesta færið er Nicolo Barella teiknaði fullkomna fyrirgjöf á kollinn á Bastoni sem stangaði boltanum af krafti en Livakovic var vandanum vaxinn í markinu og tókst að blaka boltanum yfir. Stórbrotin varsla.

Það er allt undir í þessum leik. Ef Króatía tapar er liðið úr leik, en það er ólíklegt að jafntefli muni duga til að komast í 16-liða úrslit.

Sjáðu vörsluna hér


Athugasemdir
banner
banner
banner