Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mán 24. júní 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ndidi yfirgefur Leicester - Orðaður við annað félag á Englandi
Wilfred Ndidi.
Wilfred Ndidi.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Wilfred Ndidi mun yfirgefa Leicester í næstu viku þegar samningur hans við félagið rennur út.

Mirror segir frá því að Ndidi verði mögulega áfram í enskum fótbolta þó að hann sé að yfirgefa Leicester.

Everton hefur áhuga á honum en það eru líka önnur félög utan Englands sem eru áhugasöm.

Samkvæmt La Provence þá hafa Marseille í Frakklandi og Real Betis á Spáni einnig áhuga á þessum nígeríska miðjumanni.

Ndidi, sem er 27 ára, hefur leikið með Leicester við góðan orðstír frá árinu 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner