Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar með beinmar og enn nokkrar vikur í hann
Rúnar Þór Sigurgeirsson.
Rúnar Þór Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn öflugi Rúnar Þór Sigurgeirsson hefur verið nokkuð frá vegna meiðsla í sumar.

Hann hefur aðeins komið við sögu í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Síðasti leikurinn sem hann spilaði var í 1-2 tapi gegn Val, rétt áður en hann fór í landsliðsverkefni.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, var spurður út í stöðuna á Rúnari eftir tapið gegn Víkingum fyrr í þessari viku.

„Við vorum langt komnir með að selja Sirius í sænsku úrvalsdeildinni, en hann stóðst ekki læknisskoðun. Það var skoðað hvað var að, og hann var greindur með beinmar. Það eru einhverjar vikur í að hann geti byrjað að æfa fótbolta aftur."

Það var lagt upp með því að Rúnar myndi skrifa undir samning við Sirius en úr því varð ekki vegna meiðsla hans. „Þetta er högg en ég stend upp og held áfram," sagði Rúnar við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leitin hjá Keflvíkingum gengur erfiðlega - „Vonandi náum við að styrkja okkur"
Siggi Raggi: Algjör óþarfi hjá okkur að tapa þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner