Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. ágúst 2019 19:31
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-kvenna: Grindavík tapaði á heimavelli
Murielle skoraði tvö í góðum sigri Tindastóls.
Murielle skoraði tvö í góðum sigri Tindastóls.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir síðustu leikir 15. umferðar Inkasso-deildar kvenna fóru fram í dag. Þar tapaði Grindavík á heimavelli gegn Tindastóli.

Vigdís Edda Friðriksdóttir kom Stólunum yfir snemma leiks og hélst staðan 0-1 þar til á lokakaflanum.

Murielle Tiernan setti þá tvennu á þremur mínútum og gerði út um leikinn.

Tindastóll er í þriðja sæti en á litla sem enga möguleika á að komast upp á meðan Grindavík er í harðri fallbaráttu við ÍA, Fjölni og Augnablik.

Grindavík 0 - 3 Tindastóll
0-1 Vigdís Edda Friðriksdóttir ('12)
0-2 Murielle Tiernan ('71)
0-3 Murielle Tiernan ('73)

Bertha María Óladóttir gerði þá eina mark leiksins er Fjölnir sigraði botnlið ÍR sem er aðeins búið að ná í eitt stig í sumar.

Fjölnir er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið eftir sigurinn. Þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.

Fjölnir 1 - 0 ÍR
1-0 Bertha María Óladóttir ('81)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner