Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. september 2022 21:22
Ívan Guðjón Baldursson
Mun U21 fá styrkingu frá A-landsliðinu eftir tíðindi kvöldsins?
Þórir Jóhann Helgason og Hákon Arnar Haraldsson.
Þórir Jóhann Helgason og Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísrael vann Albaníu í kvöld og því ljóst að Ísland á ekki lengur möguleika á því að komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar. Komandi leikur gegn Albaníu á þriðjudag verður lítið meira en hálfgerður æfingaleikur.

Sjá einnig:
„Vil þyrluflug fyrir þessa stráka" yfir í U21 landsliðið ef Ísrael vinnur í kvöld

U21 landsliðið leikur sama dag seinni leik sinn gegn Tékklandi ytra. Eftir 1-2 tap í fyrri leiknum er mikið rætt um hvort liðið verði styrkt með leikmönnum sem eru núna í A-hópnum.

Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Lucas Guðjohnsen, Þórir Jóhann Helgason og Mikael Egill Ellertsson eru allir löglegir með U21 landsliðinu en eru í A-hópnum. Einnig markverðirnir Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson.

Íslenska U21 landsliðið hefur misst mikilvæga sóknarleikmenn út. Kristall Máni Ingason getur ekki tekið þátt í einvíginu vegna meiðsla, Sævar Atli Magnússon sem skoraði mark Íslands í gær verður í banni í Tékklandi og þá hefur Ísak Snær Þorvaldsson þurft að draga sig úr hópnum. Ljóst er að U21 liðið verður að skora í leiknum á þriðjudag til að komast áfram.

U21 hópurinn flýgur til Tékklands á morgun.





Athugasemdir
banner
banner
banner