Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   sun 24. september 2023 23:25
Ívan Guðjón Baldursson
Heckingbottom heldur starfinu þrátt fyrir stærsta tap sögunnar
Mynd: EPA

Paul Heckingbottom heldur starfinu sem knattspyrnustjóri Sheffield United í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir stærsta tap í sögu félagsins.


Sheffield tók á móti Newcastle United í dag og tapaði leiknum með átta marka mun sem er nýtt met fyrir félagið í deildarkeppni.

Stærsta tap í sögu félagsins kom í enska bikarnum árið 1890, þegar liðið tapaði 0-13 á heimavelli gegn Bolton Wanderers.

Sky Sports heldur því fram að Heckingbottom verði ekki rekinn eftir þetta tap, en Sheffield er aðeins búið að næla sér í eitt stig úr sex leikjum á nýju tímabili. Félagið er auk þess dottið úr leik í enska deildabikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni á heimavelli gegn C-deildarliði Lincoln City.

„Ég verð 100% áfram við stjórnvölinn í næsta leik," sagði Heckingbottom, sem er sammála Sky eftir tapið vandræðalega. „Ég get í raun ekki svarað svona spurningum, þið eruð að tala við rangan mann. Ég get svarað spurningum um leikmennina mína eða leikinn sem við vorum að spila."

Heckingbottom kom Sheffield upp úr Championship deildinni á síðustu leiktíð en Chris Wilder hefur verið orðaður við endurkomu í starfið eftir slæma byrjun í deild þeirra bestu.

Heckingbottom var ósáttur með hugarfar sinna manna í tapinu gegn Newcastle og gagnrýndi þá fyrir að vera ekki nógu vinnusamir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner