Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
   sun 24. september 2023 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Torino náði jafntefli gegn Roma
Mynd: Getty Images

Torino 1 - 1 Roma
0-1 Romelu Lukaku ('68)
1-1 Duvan Zapata ('85)


Torino og Roma áttust við í síðasta leik kvöldsins í ítalska boltanum og var staðan markalaus eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik, þar sem Duvan Zapata fékk besta færið en Rui Patricio gerði vel að verja.

Torino var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var jafnari og var það Romelu Lukaku sem tók forystuna fyrir Rómverja. Belginn stóri nýtti styrk sinn til að snúa varnarmann af sér og setja boltann í netið.

Torino reyndi að svara fyrir sig og tókst ætlunarverk sitt á lokakaflanum. Zapata tókst þá að gera jöfnunarmark eftir flotta aukaspyrnu Ivan Ilic og bjarga þannig stigi fyrir Torino.

Niðurstaðan 1-1 jafntefli eftir nokkuð jafna viðureign. Lærisveinar José Mourinho í Roma eru aðeins komnir með fimm stig eftir fimm fyrstu umferðir nýs tímabils, á meðan Torino er með átta stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner