Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. október 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Pique hneykslaður á stjórnarmönnum Barcelona
Gerard Pique og Lionel Messi
Gerard Pique og Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, er ekki vinsælasti maður félagsins
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, er ekki vinsælasti maður félagsins
Mynd: Getty Images
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona á Spáni, vandar stjórnarmönnum félagsins ekki kveðjurnar í viðtali við La Vanguardia en hann er hneykslaður á vinnubrögðum þeirra.

Margt hefur verið rætt og ritað um mál Lionel Messi en hann vildi ólmur komast frá Barcelona í síðasta mánuði. Hann var kominn með nóg og vildi breyta til og taldi sig geta gert það án þess að félög þyrftu að greiða fyrir þjónustu hans.

Það var í samningnum hans að hann mætti fara á frjálsri sölu en tímabilið breyttist vegna Covid og var sú klásúla því ekki í gildi. Þá fullyrti spænska deildin að klásúlan væri ekki virk og þar með neyddist Messi til að spila eitt tímabil til viðbótar með Börsungum.

Það er nokkuð ljóst að hann mun fara frá félaginu næsta sumar en Pique er í losti yfir vinnubrögðum innan félagsins.

„Ég spyr mig einfaldlega að því: Hvernig má það vera að besti leikmaðurinn sem hefur spilað þennan leik og sem við höfum verið svo heppnir að njóta þess að spila með, vaknar einn daginn og sendir skilaboð á stjórnina því honum líður eins og enginn sé að hlusta á hann," sagði og spurði Pique.

„Þetta er allt svo fjandsamlegt. Hvað er í gangi? Messi á allt gott skilið og nýi leikvangurinn á að vera skírður í höfuðið á honum og svo á styrktaraðilanum. Við eigum að meta svona menn ekki taka þeim sem sjálfsögðum hlut. Þetta pirrar mig."

„Ég talaði ekki mikið við hann á þessum tíma. Þetta var persónulegt mál hjá honum en ég man að ég sendi honum skilaboð að eftir eitt ár þá kemur nýtt fólk inn."


Þá furðar Pique sig á því af hverju allar gömlu hetjurnar hafi yfirgefið Barcelona og séu ekki með hlutverk innan félagsins auk þess sem hann var ósáttur með að félagið hafi beðið leikmenn um að taka á sig launalækkanir þegar það hafði eytt mörg hundruð milljónum evra í nýja leikmenn.

„Ég er líka hissa að menn á borð við Pep Guardiola, Xavi, Carles Puyol og Victor Valdés eru ekki lengur tengdir klúbbnum. Við verðum að halda svona mönnum því þeir eru partur af sögu félagsins."

„Ég sé svo sem leikmaður Barcelona að félagið hefur eytt fullt af peningum og vilja svo að við tökum á okkur launalækkanir, gagnrýna okkur svo og ég er ekki að tala um að þeir gagnrýni fólk utan félagsins, heldur núverandi leikmenn. Þetta er fáránlegt."

„Ég bað Bartomeu um útskýringu og hann sagðist ekki hafa vitað af þessu og ég trúði honum en svo sér maður að Jaume Masferre, ráðgjafi Bartomeu, sem bar ábyrgð á þessu, er enn að vinna fyrir félagið. Þetta særir mig mikið og ég er að segja þetta hérna því ég hef líka sagt þetta við forsetann,"
sagði Pique í lok viðtalsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner