banner
   lau 24. október 2020 11:45
Aksentije Milisic
Solskjær hrósar Cavani - Gæti spilað gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur hrósað Edison Cavani og segir að hann hafi lagt sig mikið fram á æfingum síðan hann kom.

United fékk Cavani á lokdegi félagaskiptagluggans en hann var án liðs eftir að hafa yfirgefið PSG. Ole segir að hann gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir liðið í dag þegar United mætir Chelsea á Old Trafford.

„Hann hefur verið lengi frá knattspyrnu svo hann þurfti sitt undirbúningstímabil. Hann er í góðu líkamlegu formi og hugsar vel um sig," sagði Solskjær.

„Hann hefur verið að æfa einn og núna er hann byrjaður að æfa með okkur. Hann hefur æft vel og verið mjög vandvirkur. Hann var ekki tilbúinn í leikinn gegn PSG og þurfti að æfa aðeins meira. Núna er hann klár."

Leikur Manchester United og Chelsea hefst klukkan 16:30 í dag.
Athugasemdir
banner
banner