Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 24. nóvember 2025 14:55
Elvar Geir Magnússon
Hellberg ráðinn til Middlesbrough (Staðfest)
Kim Hellberg er 37 ára.
Kim Hellberg er 37 ára.
Mynd: Middlesbrough
Svíinn Kim Hellberg hefur formlega verið ráðinn stjóri Middlesbrough. Hann lætur af störfum hjá Hammarby til að taka við af Rob Edwards sem hætti til að taka við Wolves.

„Kim er einstaklingur sem ég hef fylgst með í nokkurn tíma. Hann er spennandi þjálfari sem hefur vakið mikla athygli og gerði virkilega vel hjá Hammarby. Hann var strax ofarlega á blaði," segir Kieran Scott, yfirmaður fótboltamála hjá Boro.

Hellberg tekur formlega við liðinu seinna í þessari viku en bráðabirgðastjórinn Adi Viveash stýrir gegn Coventry á morgun. Middlesbrough er í öðru sæti Championship-deildarinnar, sjö stigum á eftir Coventry.

Hellberg, sem er 37 ára, hóf þjálfaraferil sinn í neðri deildum í Svíþjóð áður en hann tók við Varnamo þar sem hann vakti athygli og fékk starfið hjá Hammarby. Liðið hefur á tveimur tímabilum undir hans stjórn endað í öðru sæti sænsku deildarinnar í bæði skiptin.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 16 11 4 1 43 15 +28 37
2 Middlesbrough 16 8 6 2 20 14 +6 30
3 Stoke City 16 8 3 5 22 12 +10 27
4 Bristol City 16 7 5 4 25 18 +7 26
5 Preston NE 16 7 5 4 21 16 +5 26
6 Hull City 16 7 4 5 28 27 +1 25
7 Millwall 16 7 4 5 18 23 -5 25
8 Ipswich Town 15 6 6 3 26 16 +10 24
9 Birmingham 16 7 3 6 24 18 +6 24
10 Leicester 16 6 6 4 20 17 +3 24
11 Watford 16 6 5 5 22 20 +2 23
12 Derby County 16 6 5 5 22 22 0 23
13 Charlton Athletic 16 6 5 5 17 17 0 23
14 Wrexham 16 5 7 4 20 19 +1 22
15 QPR 16 6 4 6 20 25 -5 22
16 Southampton 16 5 6 5 23 22 +1 21
17 West Brom 16 6 3 7 16 19 -3 21
18 Blackburn 15 6 1 8 16 20 -4 19
19 Portsmouth 16 4 5 7 15 21 -6 17
20 Swansea 16 4 5 7 15 22 -7 17
21 Oxford United 16 3 5 8 17 23 -6 14
22 Sheffield Utd 16 4 1 11 14 26 -12 13
23 Norwich 16 2 3 11 15 27 -12 9
24 Sheff Wed 16 1 5 10 12 32 -20 -4
Athugasemdir
banner