Englandsmeistarar Liverpool eru óvænt tveimur mörkum undir á heimavelli gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni þessa stundina, þar sem Andy Madley er á flautunni með James Bell sem yfirmann VAR-herbergisins.
Forest skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik en það átti líklega ekki að standa. Leikmaður Forest var í rangstöðu og virtist trufla sjónlínu Alisson Becker markvarðar. Skömmu síðar settu gestirnir frá Nottingham boltann aftur í netið þegar Igor Jesus slapp í gegn, en Madley var fljótur að dæma brot fyrir hendi.
Hann taldi boltann hafa farið í handlegginn á Igor og var atvikið skoðað í VAR-herberginu. Þar virðist Igor hafa snert boltann með efsta parti upphandleggsins, sem samkvæmt reglubókinni er ekki endilega partur af 'hendinni'.
Dæma á hendi þegar bolti snertir part handleggsins sem er undir handakrikanum, en erfitt er að sjá nákvæmlega hvar boltinn hæfði Igor í aðdraganda marksins.
22.11.2025 16:00
Vafasamt mark Forest - Truflaði sjónlínu Alisson
Athugasemdir




