Það var Íslendingaslagur í dönsku deildinni þegar Sonderjyske fékk MIdtjylland í heimsókn.
Kristall Máni Ingason og Daníel Leó Grétarsson voru í byrjunarliði Sonderjyske en Rúnar Þór Sigurgeirsson er á meiðslalistanum. Elías Rafn Ólafsson var í byrjunarliði Midtjylland.
Kristall Máni Ingason og Daníel Leó Grétarsson voru í byrjunarliði Sonderjyske en Rúnar Þór Sigurgeirsson er á meiðslalistanum. Elías Rafn Ólafsson var í byrjunarliði Midtjylland.
Midtjylland komst yfir en Kristall jafnaði metin stuttu síðar. Það stefndi í jafntefli en Sonderjyske fékk vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og Lirim Qamili skoraði sigurmarkið.
Daníel Freyr Kristjánsson spilaði 80 mínútur þegar Fredericia steinlá 5-0 gegn Nordsjælland. Midtjylland er í 2. sæti með 32 stig, tveimur stigum á eftir AGF. Sonderjyske er í 5. sæti með 25 stig. Federicia er með 11 stig í 11 sæti.
Kjartan Már Kjartansson var ónotaður varamaður þegar Aberdeen vann 1-0 gegn toppliði Hearts. Tómas Bent Magnússon spilaði 86 mínútur í liði Hearts. Hearts er með 30 stig, fjórum stigum á undan Celtic sem á leik til góða. Aberdeen er í 8. sætimeð 14 stig eftir 12 umferðir.
Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður í 2-2 janftefli Groningen gegn Zwolle í hollensku deildinni. Groningen jafnaði metin í blálokin. Groningen er í 7. sæti með 20 stig eftir 13 umferðir.
Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður í 3-0 sigri Panathinaikos gegn Panserraikos í grísku deildinni. Liðið er í 6. sæti með 18 stig eftir 10 umferðir.
Athugasemdir



