Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Nú hefst tímabilið fyrir alvöru
Mynd: EPA
Man City mætir Newcastle á morgun en Pep Guardiola, stjóri City, sagði að tímabilið myndi byrja á morgun.

City átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili en hefur verið á góðu skriði á þessu tímabili og er fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal.

„Það er nóvember og þá er ekkert klárt. Nú eru landsleikjahléin búin, við hittumst á nokkra daga fresti þangað til í mars, nú hefst tímabilið fyrir alvöru. Það yrði mjög mikilvægt að vinna á morgun," sagði Guardiola.

Arsenal spilar Lúndúnaslag á sunnudaginn þegar Tottenham kemur í heimsókn.
Athugasemdir
banner