Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 17:19
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Udinese fékk skell - Mikael kom við sögu í sex marka leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í ítalska boltanum þar sem Bologna lagði Udinese að velli í áhugaverðum slag.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn þar sem heimamenn í Údíne voru sterkari aðilinn en gestirnir frá Bologna fengu besta færið. Riccardo Orsolini steig á vítapunktinn á 41. mínútu en Maduka Okoye varði vel frá honum.

Udinese fékk fín færi til að skora í kjölfarið en boltinn rataði ekki í netið. Í síðari hálfleik breytti miðjumaðurinn Tommaso Pobega gangi mála með tveimur mörkum með stuttu millibili. Pobega, sem er ekki þekktur fyrir mikla markaskorun, átti einmitt marktilraunina í fyrri hálfleik sem leiddi til vítaspyrnunnar sem Orsolini klúðraði.

Orsolini lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Pobega sem var óvaldaður við vítateigslínuna og skoraði með hnitmiðuðu skoti. Hann tvöfaldaði svo forystuna sex mínútum síðar þegar hann nýtti sér slæm mistök Okoye markvarðar eftir hápressu. Gamla kempan Federico Bernardeschi innsiglaði sigur Bologna í uppbótartíma eftir langan kafla af miðjumoði. Lokatölur 0-3 og er Bologna búið að jafna Inter og Roma á stigum á toppi deildarinnar, með 24 stig eftir 12 umferðir. Udinese er um miðja deild með 15 stig.

Mikael Egill Ellertsson kom þá við sögu í svakalegu sex marka jafntefli hjá Genoa á útivelli gegn Cagliari.

Sardinía og Genúa eiga langa sögu að baki og var mikil spenna í slagnum í dag, þar sem gestirnir í liði Genoa tóku forystuna í tvígang en í bæði skiptin tókst heimamönnum að jafna.

Gennaro Borrelli tók forystuna fyrir Cagliari í síðari hálfleik og tókst spænska bakverðinum Aaron Martín að jafna á lokakaflanum. Niðurstaðan 3-3 í þessum fallbaráttuslag.

Mikael fékk að spila síðustu mínúturnar í liði Genoa sem er aðeins komið með 8 stig eftir 12 umferðir, þremur stigum minna heldur en Cagliari.

Udinese 0 - 3 Bologna
0-0 Riccardo Orsolini ('41 , Misnotað víti)
0-1 Tommaso Pobega ('54 )
0-2 Tommaso Pobega ('60 )
0-3 Federico Bernardeschi ('94 )

Cagliari 3 - 3 Genoa
0-1 Vitinha ('18 )
1-1 Gennaro Borrelli ('33 )
1-2 Leo Ostigard ('41 )
2-2 Sebastiano Esposito ('43 )
3-2 Gennaro Borrelli ('60 )
3-3 Aaron Martin ('83 )
Rautt spjald: Brooke Norton-Cuffy, Genoa ('93)
Athugasemdir
banner
banner