Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Al-Dhafra þegar liðið tapaði 2-0 gegn Al-Nasr í deildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag.
Al-Dhafra missti báða miðverðina af velli með rautt spjald í leiknum en Al-nasr skoraði hins vegar bæði mörk leiksins snemma og þegar það var jafnt í liðum.
Jóhann Berg var með betri mönnum liðsins að mati Flashscore en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.
Al-Dhafra er með 13 stig í 6. sæti eftir átta umferðir.
Athugasemdir




