Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
banner
   sun 23. nóvember 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Andrews: Fáránlegt hversu langur tími þarf að líða
Mynd: Brentford
Mynd: Brentford
Mynd: EPA
Keith Andrews þjálfari Brentford svaraði spurningum frá fréttamönnum eftir 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Brentford tók forystuna í fyrri hálfleik en missti hana niður eftir leikhlé.

„Það eru einhver atriði sem ég var ekki ánægður með, sérstaklega hvað við gáfum þeim boltann alltof auðveldlega á köflum. Ég er ánægður með hvað við vorum góðir varnarlega og gáfum lítið af færum á okkur en leikurinn breyttist eftir að þeir skoruðu jöfnunarmarkið," sagði Andrews.

„Þetta var ekki slæm frammistaða. Ef við hefðum náð 2-2 jafntefli þá hefðum við getað verið ánægðir með þessa frammistöðu, mér fannst við eiga fínan leik á erfiðum útivelli. Við hristum þetta af okkur og höldum áfram á okkar braut."

Igor Thiago skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og steig svo aftur á vítapunktinn í uppbótartíma en brenndi þá af. Hann skaut boltanum hnitmiðað í hornið en Bart Verbruggen varði mjög vel. Igor þurfti þó að bíða heillengi með að taka vítaspyrnuna eftir athugun í VAR-herberginu og kvartaði Andrews undan þeirri bið.

Verbruggen ataðist í Igor og tafði vítaspyrnuna eins og hann gat, svo lengi að Chris Kavanagh dómari ákvað að gefa honum gult spjald.

„Svona er fótboltinn í dag, það er fáránlegt hversu langur tími þarf að líða frá því að dómarinn flautar vítaspyrnu og þangað til boltanum er spyrnt. Þetta er stór breyting frá því í fortíðinni og þetta er ákveðin áskorun fyrir leikmenn sem taka vítaspyrnur.

„Í dag þurfa leikmenn að eiga við öll lætin sem eru í kringum vítaspyrnur, langar athuganir í VAR-herberginu og hegðun markvarða sem fá svo gult spjald fyrir. Það er allt annað að taka vítaspyrnur í dag miðað við fyrir nokkrum árum.

„Því miður tókst Thiago ekki að skora úr þessari vítaspyrnu en hann hefur verið frábær fyrir okkur hingað til á tímabilinu."


Brentford er um miðja úrvalsdeild með 16 stig eftir 12 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
6 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner