Thomas Frank, stjóri Tottenham, og Guglielmo Vicario, markvörður liðsins, báðu stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir tap gegn Arsenal í gær.
Arsenal var með öll völd á vellinum og vann að lokum sannfærandi 4-1 sigur.
Arsenal var með öll völd á vellinum og vann að lokum sannfærandi 4-1 sigur.
„Slæm frammistaða, það er gríðarlega sárt að standa hérna eftir leikinn. Við getum aðeins beðið stuðningsmenn afsökunar að hafa ekki spilað betur," sagði Frank.
„Ég var mjög bjartsýnn á að við gætum verið samkeppnishæfir en við vorum það ekki. Við þurfum að líta á þetta í rólegheitum og finna út hvað þarfað breyast."
„Mjög slæmt kvöld. Við verðum að biðja þá afsökunar sem styðja okkur dags daglega. Þeir búast við því að við berjumst en við gerðum það ekki í dag," sagði Vicario.
Athugasemdir



