Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Samgleðst honum og norska landsliðinu
Mynd: EPA
Erling Haaland hélt áfram að skora í landsleikjaglugganum og hjálpaði norska landsliðinu að tryggja sér sæti á HM.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, óskar Haaland og norska landsliðinu til hamingju með árangurinn.

„Hann hefur verið magnaður á þessu tímabili og á skilið að spila á HM. Hann er heimsklassaleikmaður og er á fullkomnum aldri," segir Guardiola.

„Ég samgleðst honum og landsliði hans. Hann hefur slegið öll met og náð stórum áföngum bæði hér hjá Manchester City og í Noregi. Margir í norska hópnum voru ekki fæddir þegar liðið komst síðast á HM. Liðið átti frábæra undankeppni, skoraði mörg mörk og lék vel."

Haaland hefur skorað 99 mörk í 108 leikjum fyrir Manchester City og 55 mörk í 48 landsleikjum. Ótrúlegar tölur.
Athugasemdir
banner
banner
banner