Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   sun 23. nóvember 2025 17:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Antony sá rautt í jafntefli
Mynd: EPA
Antony fékk að líta rauða spjaldið þegar Betis gerði jafntefli gegn Girona í spænsku deildinni í dag.

Vladyslav Vanat batt endahnútinn á góða sókn Girona og skoraði af stuttu færi og kom liðinu yfir. Valentin Gomez jafnaði metin fyrir Betis þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Isco.

Antony var rekinn af velli í uppbótatíma þegar hann sparkaði í höfuðið á Joel Roca þegar hann reyndi bakfallsspyrnu.

Oviedo og Rayo Vallecano gerðu markalaust jafntefli en bæði lið misstu mann af velli með rautt spjald. Betis er í 5. sæti með 21 stig en Giorna er í 18. sæti með 11 stig. Oviedo er á botninum með níu stig en Rayo er í 12. sæti með 16 stig.

Betis 1 - 1 Girona
0-1 Vladyslav Vanat ('20 )
1-1 Valentin Gomez ('75 )
Rautt spjald: Antony, Betis ('90)

Oviedo 0 - 0 Rayo Vallecano
0-0 Isi Palazon ('67 , Misnotað víti)
Rautt spjald: ,Ilyas Chaira, Oviedo ('53)Pathe Ciss, Rayo Vallecano ('90)

Antony red card vs Girona 90'
byu/977x insoccer

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
2 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 13 8 4 1 25 11 +14 28
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Getafe 13 5 2 6 12 15 -3 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
11 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
12 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
13 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner