Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
banner
   sun 23. nóvember 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno: Snýst ekki um stöðuna á töflunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo þjálfari West Ham var kátur með stig eftir erfiðan leik í Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Callum Wilson skoraði tvennu fyrir Hamrana í nokkuð jöfnum fyrri hálfleik en heimamenn í liði Bournemouth stjórnuðu gangi mála eftir leikhlé. Andoni Iraola gerði tvöfalda skiptingu til að breyta um leikkerfi þar sem Ryan Christie og Álex Jiménez komu inn á völlinn og breyttu gangi mála.

Bournemouth lá í sókn og fékk hvert fætið á fætur öðru. Heimamönnum tókst að skora tvö mörk til að jafna leikinn og geta gestirnir þakkað Alphonse Areola markverði fyrir að hafa bjargað stiginu með mögnuðum markvörslum.

„Þetta var mjög erfiður leikur. Við refsuðum fyrir þeirra mistök í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik refsuðu þeir okkur. Þetta var góður slagur og við tökum ýmislegt jákvætt úr þessu," sagði Nuno sem var svo spurður nánar út í seinni hálfleikinn.

„Þeir byrjuðu að pressa okkur stíft og við náðum ekki að brjótast út svo við fengum aldrei neinn tíma til þess að draga andann. Bournemouth á hrós skilið fyrir þunga pressu en við áttum að vera betri í að leysa úr henni. Þetta var verulega erfiður leikur gegn sterkum andstæðingum, þeir gerðu skiptingar í hálfleik sem breyttu leiknum. Við vitum að þeir eru með mjög gott fótboltalið og þeir sýndu það."

Nuno hrósaði Callum Wilson að leikslokum og stuðningsmönnunum sem fylgdu liðinu til Bournemouth.

„Þetta snýst ekki um stöðuna á töflunni heldur hvernig við erum að spila. Við sýndum sterkt hugarfar til að halda í jafntefli í dag og við verðum að byggja á því. Við erum búnir að vera góðir í síðustu heimaleikjum og núna þurfum við að halda áfram á sömu braut."

Hamrarnir taka á móti Englandsmeisturum Liverpool næstu helgi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
6 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner