Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 24. nóvember 2025 10:15
Elvar Geir Magnússon
Slot mætti ekki til að taka á móti verðlaunum
Mynd: EPA
Slæmt gengi Liverpool heldur áfram og eftir 3-0 skellinn gegn Nottingham Forest hætti Arne Slot, stjóri Liverpool, við að mæta á sérstaka verðlaunaafhendingu.

Samtök íþróttafréttamanna á Norður-Englandi völdu hann stjóra ársins eftir að Liverpool vann ensku úrvalsdeildina á hans fyrsta tímabili við stjórnvölinn.

Gary McAllister, sem er sérstakur sendiherra Liverpool, fékk skyndilega símtal í gær þar sem hann var beðinn um að mæta og veita verðlaununum viðtöku.

Í stuttri ræðu skilaði McAllister kveðju frá Slot og sagði að hann væri mjög stoltur af því að hljóta þessi verðlaun.

Þess má geta að Erik ten Hag vann þessi verðlaun á síðasta ári, eftir að hafa stýrt Manchester United til sigurs í FA-bikarnum. Hann var rekinn nokkrum dögum eftir að hafa tekið á móti verðlaununum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner