Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Dominik Radic farinn frá Njarðvík (Staðfest) - Á leið til HK
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dominik Radic hefur ákveðið að yfirgefa Njarðvík eftir tvær leiktíðir með félaginu.

Hann er öflugur framherji sem raðaði inn mörkunum fyrir Njarðvíkinga í Lengjudeildinni og var óheppinn að hjálpa liðinu ekki upp um deild.

Dominik, fæddur 1996, skoraði 12 mörk í 22 deildarleikjum í sumar eftir að hafa gert 11 mörk í 20 deildarleikjum í fyrra.

„Dominik stóð sína plikt vel fyrir Ungmennafélagið, innan sem utan vallar, og vill Knattspyrnudeildin koma þökkum til Dominik fyrir framlag sitt til félagsins, óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum," segir meðal annars í tilkynningu frá Njarðvík.

Dominik verður því samningslaus og mun samkvæmt heimildum Fótbolta.net ganga til liðs við HK.

Njarðvík endaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar í sumar en tapaði svo í umspilinu. HK endaði í fjórða sæti og tapaði úrslitaleik umspilsins gegn Keflavík.
Athugasemdir
banner