Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Breiðablik tapaði gegn Lilleström
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti norska liðinu Lilleström í æfingaleik á Laugardalsvelli í dag.

Breiðablik er á fullu í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og spilaði gegn Lilleström til að halda sér í leikæfingu fyrir næsta leik sem er gegn Loga Tómassyni og félögum í Samsunspor í næstu viku.

Lilleström fór ósigrað í gegnum næst efstu deild í Noregi á síðustu leiktíð. Liðið endaði með 80 stig, 25 stigum meira en næsta lið.

Lilleström vann 3-1 gegn Breiðabliki í dag en Þorleifur Úlfarsson skoraði mark Breiðabliks.


Athugasemdir
banner
banner
banner