Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
banner
   fös 21. nóvember 2025 23:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marc McAusland í Víði (Staðfest)
Mynd: Víðir
Marc McAusland er genginn til liðs við Víði en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið.

Hann er 37 ára gamall Skoti en hann gengur til liðs við félagið frá ÍR en hann yfirgaf Breiðholtsfélagið á dögunum. Hann hjálpaði ÍR-ingum að komast í umspil um sæti í Bestu deildina á fyrsta tímabili sínu og var valinn á bekkinn í lið ársins hér á Fótbolta.net.

Hann kom fyrst hingað til lands árið 2016 til Keflavíkur. Hann hefur einnig leikið með Grindavik, Njarðvík ásamt ÍR. Hann hefur spilað 270
KSÍ leiki og skorað 26 mörk.

Hann er nú kominn til Víðis í Garði sem spilar í 3. deild næsta sumar eftir að hafa fallið úr 2. deild síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner