Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 10:41
Brynjar Ingi Erluson
Amorim reiðubúinn að losa sig við Fernandes - Stiller til Real Madrid?
Powerade
Mun Fernandes yfirgefa Man Utd næsta sumar?
Mun Fernandes yfirgefa Man Utd næsta sumar?
Mynd: EPA
Angelo Stiller er áfram orðaður við Real Madrid
Angelo Stiller er áfram orðaður við Real Madrid
Mynd: EPA
Manchester United ætlar að losa sig við marga leikmenn næsta sumar, Real Madrid er á eftir Angelo Stiller og Barcelona vill kaupa Harry Kane og Julian Alvarez. Þetta og margt fleira bitastætt í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Ruben Amorim, stjóri Man Utd, er reiðubúinn að losa sig við samlanda sinn og fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes (31), næsta sumar til þess að fjármagna kaup á Adam Wharton (21), Carlos Baleba (21) og Elliot Anderson (23). (Teamtalk)

Man Utd mun leyfa brasilíska miðjumanninum Casemiro (33) og enska vængmanninum Jadon Sancho að yfirgefa félagið næsta sumar, en það mun spara þeim 31 milljón punda í launakostnað. (Sun)

Barcelona sér Harry Kane (32), framherja Bayern München, og Julian Alvarez (25), sóknarmann Atlético, sem raunhæf skotmörk á næsta ári. (Mundo Deportivo)

Real Madrid gæti styrkt miðjuna næsta sumar með því að fá Angelo Stiller (24) frá Stuttgart, en hann er sagður mjög opinn fyrir því að spila á Santiago Bernabeu. (Fichajes)

Bayern München er að skoða Rayan (19), framherja Vasco da Gama og Souza (19), vinstri bakvörð Santos. (Bild)

Manchester City er að fylgjast með Givairo Read (19), varnarmanni Feyenoord í Hollandi. Félagið vill fá hann næsta sumar en mun fá samkeppni frá Bayern sem hefur þegar rætt við föruneyti leikmannsins. (Fabrizio Romano)

Tottenham er að undirbúa tilboð í Georges Mikautadze (25), framherja Villarreal. Tilboðið er talið hljóða upp á 44 milljónir punda. (Fichajes)

Everton mun reyna að fá japanska framherjann Daizen Maeda (28) frá skoska félaginu Celtic í janúar. (Football Insider)

Atlético Madríd ætlar ekki að selja Pablo Barrios (22) nema það fái að minnsta kosti 88 milljónir punda fyrir spænska miðjumanninn. Chelsea og Bayern eru áhugasöm um leikmanninn. (Fichajes)

Stjórnarmenn Arsenal funduðu með Jorge Mendes í Tórínó til að ræða við Juventus um kaup á tyrkneska vængmanninum Kenan Yildiz (20). (Caught Offside)

Everton er sagt vera að undirbúa tilboð í Santiago Castro (21), miðvörð Bologna í janúar. (Teamtalk)

Olivier Boscagli (28), varnarmaður Brighton, gæti gengið í raðir Fenerbahce á láni í janúar, en hann hefur lítið fengið að spila síðan hann gekk í raðir Brighton frá PSV í sumar. (Fichajes).
Athugasemdir
banner